Velkomin!

Sölvanes er sauðfjárbú á Fremribyggð í Skagafirði, 21 km sunnan við Varmahlíð á vegi 752 sem liggur upp á Sprengisandsleið.

Sölvanes er fjölskyldubú, rekið af Rúnari Mána og Eydísi sem bæði eru af Norðurlandi. Hann er bifvélavirki frá Sauðárkróki en Eydís lærði búfræði og ferðamálafræði í Hólaskóla. Synirnir Magnús Gunnar og Máni Baldur taka oft til hendinni í fjölskyldufyrirtækinu

Fyrir utan búskapinn er boðið upp á notalega gistingu í Gamla bænum, þar er hægt að hýsa 10 manns og gestirnir geta notið heimilisveitinga á staðnum ef pantað er fyrirfram. Gestum er líka velkomið að nýta eldunaraðstöðu í húsinu.

Endilega hafið samband til að fá nánari upplýsingar!


Sölvanes, 560 Varmahlid

Phone: +354 453 8068

E-mail: solvanes1@gmail.com