Við

Sölvanes er hefðbundinn sveitabær með sauðfé og  nokkur hross, hunda og ketti, hænur og endur. Á sumrin eru jafnvel kálfur og svín á staðnum.

Við gestgjafarnir Máni og Eydís tókum við búi í byrjun árs 2014 af foreldrum Eydísar, Elínu  og Magnúsi sem fluttust hingað árið 1978 og sinntu búskap, kennslu og ferðaþjónustu.

Fjölskyldan flutti í nýbyggt hús 1985 og eldra húsið hefur haft hlutverk gististaðar síðan 1990.

Margir gesta okkar eru á leið suður Kjöl eða Sprengisand, eða eru að skoða Skagafjarðardali. Sumir eru í hestaferð, ætla í flúðasiglingu eða skella sér í

hestaleiguna sem er rétt hjá.