Hvar erum við?SÖLVANES

 

Við erum í Skagafirði á Norðurlandi. Beygið af hringveginum rétt sunnan við Varmahlíð, inn á veg 752, eftir 21 km er Sölvanes á hægri hönd.

Bærinn stendur undir Hamraheiði. Upp af Hamraheiði er Járnhryggur (900 m) og aðeins vestar rís Mælifellshnjúkur, eitt svipmesta fjall fjarðarins, yfir 1100 m hár. Frá Mælifellsdal er merkt gönguleið á hnjúkinn og útsýnið er stórkostlegt í góðu skyggni!

 


NÁGRENNIÐ

 

Við erum 45 km frá Sauðárkróki, um 300 km frá Reykjavík og um 110 km frá Akureyri.

Við erum vel staðsett fyrir þá sem vilja fara upp á Kjalveg um Mælifellsdal. Frá vegi 752, 10 km norðan við Sölvanes er ekið upp á Mælifellsdal F756 og þaðan inn á Kjalveg.

Einnig er hægt að keyra upp á Sprengisand frá Sölvanesi. Þá er haldið áfram á vegi 752 inn í Vesturdal og þaðan á veg F752 sem liggur upp í Laugarfell á Sprengisandsleið.

Athugið að ekki er hægt að keyra hálendisvegi á lágum fólksbílum og þeir eru yfirleitt ekki opnaðir fyrr en í júní-júlí. Frekari upplýsingar um ástand vega er á  vegagerdin.is og safetravel.is .