Gisting

Í gestahúsinu, sem við köllum Gamla Bæ eru 3 tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi og það hentar vel fyrir 10 manns. Í boði eru uppbúið rúm eða svefnpokapláss.

Gamli Bærinn var byggður eftir að torfbærinn brann árið 1947. Enginn slasaðist í brunanum en mest af eigum fjölskyldunnar eyðilagðist. Fjölskyldufaðirinn var bóndi en móðirin var þekkt ljósmóðir sem tók á móti mörgum börnum í Gamla Bænum !

Gestir hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi og tveimur baðherbergjum. Einnig eru sjónvarp, gasgrill og frítt þráðlaust net á staðnum.

Hægt er að fá morgunverð og kvöldverð á staðnum, en endilega bókið það fyrirfram. Við getum líka útbúið nesti fyrir þá sem vilja.

 

VERÐ – SUMARIÐ 2018

  • Svefnpokapláss: 4.000 isk
  • Eins manns herbergi: 7.100 isk
  • Tveggja manna herbergi: 12.400 isk
  • Þriggja manna herbergi: 18.600 isk
  • Morgunverður: 1.800 isk
  • Léttur kvöldverður: 2.000 isk
  • Kvöldverður (1 réttur): 3.500 isk
  • Kvöldverður (2 réttir): 4.500 isk
  • Nesti: 1.500 isk